Félagið

Verkalýðsfélag Snæfellinga var stofnað 22 okt. 2008, þegar 3 verkalýðsfélög samneiðust: Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélagið Stjarnan í Grundarfirði og Verkalýðsfélag Stykkishólms.

Öll félögin byggðu á traustum grunni og öflugri hefð. Með sameiningunni varð til enn sterkari eining. Samgöngur hafa batnað stórlega á félagssvæðinu og nútímasamskipti auðvelda starfið, þótt vegalengdir á félagssvæðinu séu allnokkrar.

Eftir sameiningu félaganna þriggja eflist styrkur sjúkra- og orlofssjóða til muna og félagið verður betur í stakk búið til að mæta breyttum aðstæðum.

Verkalýðsfélag Snæfellinga hefur starfsstöðvar á þremur stöðum: Í Stykkishólmi; í Grundarfirði og í Snæfellsbæ (Ólafsvík).